Mjög góð aðstaða er til fuglaskoðunar á Borgarfirði.  Fuglaskoðunarhús er við gömlu bryggjuna í þorpinu. Mjög góð aðstaða til að fylgjast með fuglunum í fjörunni. Þar er m.a. fuglabók og sjónaukar.  Hér hafa sést yfir 20 fuglategundir í einu.
Við smábátahöfnina við Hafnarhólma eru tveir útsýnispallar með einstaklega góðu aðgengið að ritu- og lundabyggð.   Sú aðstaða er tvímælalaust með því albesta sem þekkist á landinu – jafnvel í heiminum.   Þar er hægt að fylgjast með ritu á hreiðrum og með lundanum við holur sínar. 
Mest er af honum á morgnanna og á kvöldin en yfir daginn flýgur hann á sjó út í ætisleit.  Takmarkað aðgengi er að lundabyggðinni á varptímanum í júní og júlí.  Talið er að milli 10 til 15 þúsund lundapör verpi í Hafnarhólma.   Lundinn hverfur yfirleitt allur samtímis rétt fyrir miðjan ágúst.  Í Hólmanum er einnig talsvert æðarvarp og einnig eru þar um 100 fýlshreiður.   Nánari upplýsingar.