Borgarfjörður eystri

Þorpið Bakkagerði stendur í Borgarfirði og búa þar um 150 manns.  Borgarfjörður eystri er þekktur fyrir mikla náttúrufegurð og góðar gönguleiðir en er svæðið orðið að paradís göngufólks. Heimamenn hafa merkt margar fallegar gönguleiðir, þægileg smáhýsi verið reist og göngu kort af svæðinu verið útbúið.  Ná gönguferðirnar allt frá 1 klst. til heils dags gönguferðar.  Borgarfjörður er heimkynni Álfadrottningarinnar og er hægt að ganga á Álfaborg þar sem drottningin heldur til.  Hjá Álfacafé er hægt að fá borgfirskan fiskrétt, heimsækja fiskvinnslu staðarins eða líta á falleg handverk gerð af heimamönnum og er þar á meðal afrakstur Álfasteins þar sem margir fallegir munir eru unnir úr steinum úr Borgarfirði.  Kjarvalsstofa er í Bakkagerði.  Á Kjarvalstofu má sjá myndir og umfjöllun um þann tíma sem Jóhannesar Sveinssonar Kjarval listmálari dvaldi í Borgarfirði. Við höfnina í Borgarfirði er mjög góð aðstaða fyrir fuglaskoðun og hafa yfir tuttugu tegundir fugla sést í einu. 

Mælt er með:

• Snæða á Álfacafé

• Skoða Álfaborg

• Heimsókn Kjarvalsstofa og Ævintýraland

• Hafnarhólminn að skoða lunda

• Höfnin á fuglaskoðun

• Fjardará ósa fyrir litríka steina

• Gönguferð að Urðarhólavatn

• Gönguferð að Brúnavík